Heimir í UMassPrenta

Körfubolti

Heimir G. Helgason er nafn sem líkast til einhverjir Njarðvíkingar þekkja nokkuð vel en mögulega ekki allir. Heimir spilaði með yngriflokkum UMFN upp allan sinn feril og fór sl. vetur til Bandaríkjanna til náms í High School og spila með því körfuknattleik. Heimir hefur heillað kanann svo vel með veru sinni erlendis að margir “stórir” háskólar bitust um að fá kappann í sínar raðir.

Nú er svo komið að University of Massachussetts hefur orðið fyrir valinu og fyrir þá sem ekki þekkja er það risastórt “prógram” ef svo má að orði komast. Heimir mun því hefja leik í námi og leik hjá UMass (eins og hann er jafnan kallaður) á næsta ári en sem stendur spilar hann og nemur með DME Academy í Daytona Florida. Þar er reyndar einnig með honum Patrik Birmingham að gera góða hluti í gríðarlega sterku og vönduðu umhverfi.

Njarðvík hefur haft á snærum sínum í það minnsta tvo leikmenn sem komu frá UMass skólanum en það voru þeir Chaz Williams og einnig

Til óskum Heimi innilega til lukku með þennan árangur og fyrir þá sem vilja mögulega kíkja á leik hjá kappanum þá er skólinn ca. 2 tíma akstur frá Boston.