Helena Rafnsdóttir skrifaði í kvöld undir hjá University of North Florida í Bandaríkjunum en þar mun hún dvelja næstu árin við nám og körfuknattleik á skólastyrk. Helena heldur út til Bandaríkjanna í ágúst á næsta ári.
Helena verður fyrsti Íslendingurinn hjá UNF á skólastyrk sem íþróttamaður en skólinn leikur í 1. deild háskólaboltans í ASUN deildinni.
UNF er liðlega 14.000 manna háskóli en í snörpu viðtali á heimasíðu skólans segir Helena að UNF hafi orðið fyrir valinu þar sem henni leist vel á körfuboltaprógrammið, þjálfarateymið og gæði menntunar.
Nánar má lesa um Helenu og UNF hér og hér.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur óskar Helenu innilega til hamingju með þennan glæsilega áfanga!