Helena Rafnsdóttir kvittaði undir nýjan tveggja ára samning við kkd. UMFN nú á dögunum. Helena er uppalin Njarðvíkingur úr unglingastarfi félagsins og ein af okkar allra frambærilegustu leikmönnum til framtíðar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Helena nú spilað með góðum árangri fyrir meistaraflokk félagsins og tekið framförum samfara því. Helena skoraði um 7 stig á leik og tók um 5 fráköst á síðustu leiktíð og skilaði svo frábæru varnarhlutverki sem sést síður á tölfræðiblöðum.