Nú eru hjólin loksins farin að snúast aftur, tveir markaleikir hjá okkar mönnum í Fótbolti.net mótinu.
Njarðvík 4 – 4 Selfoss
Æfingatímabilið byrjaði með flugeldasýningu í Reykjaneshöllinni. Selfyssingar komu í heimsókn til okkar í hörkuleik. Þetta var aðeins í annað skiptið sem okkar menn snertu fótbolta sem lið síðan í október í fyrra. Andinn var góður og spilið gott á köflum.
Byrjunarlið: Rúnar, Arnar, Jökull, Marc, Falur Orri, Ari, Andri Fannar, Bergþór, Kenny, Tómas, Atli.
Varamenn: Hrannar, Bergsteinn, Svavar, Hlynur, Jón Tómas, Þórir, Stefán Birgir, Sigurbergur.
Mörk
Kenneth Hogg skoraði þrennu og Atli Ott með eitt mark
Mynd: markaskorararnir.
Njarðvík 5 – 1 Víkingur Ólafsvík
Njarðvíkingar unnu góðan sigur á Ólsurum í Reykjaneshöllinni. Það var kraftur í strákunum sem sýndu góða takta á köflum en þetta var fyrsti leikurinn sem Njarðvík spilar í kjölfar heillar æfingaviku.
Byrjunarlið: Hrannar, Arnar, Marc, Falur, Tómas, Stefán Birgir, Andri Fannar, Bergþór, Hlynur, Atli Ott, Kenny.
Bekkur: Rúnar, Svavar, Jökull, Bergsteinn, Þórir, Sigurbergur, Einar Orri.
Mörk
Bergþór 2
Hlynur 2
Tommi 1
Næsti leikur er föstudaginn 29. janúar gegn ÍBV, Fótbolti.net mótið.