Okkur vantar sjálfboðaliða til starfa !!
Dagana 11-16 nóvember næstkomandi er UMFN Massi í samstarfi við Kraftlyftingasamband Íslands að halda heimsmeistaramót í kraftlyftingum í búnaði , stærsta mót í kraftlyftingum sem haldið hefur verið á Íslandi .
Til að þetta sé framkvæmanlegt þá vantar okkur ótrúlega margar hendur í þessa framkvæmd , við leitum til allra sem geta eitthvað hjálpað okkur , þú þarft ekki að taka 100 kg í bekk eða vera skráður í félag til að veita okkur lið
Okkur vantar fólk í :
– bílstjóra á litla bíla til og frá flugvelli
– tiltekt á milli holla
– starfsmann í sjoppuna hjá okkur
– hlaupara sem er til taks ef einhverjum vantar aðstoð
-aðgangasstýringu inn á svæðin í húsinu
– uppsetningu og frágang fyrir og eftir mótið
Nú eða bara styrkt okkur með þetta fjárhagslega þá er öll aðstoð virkilega vel þegin .
Hér er linkur á skráningu sjálfboðaliða:
Það er líka hægt að henda á mig línu eða senda póst á :
2024WC@kraft.is
Hægt er að skrá sig á einstaka daga og taka fram hvaða tíma dags þið eru laus í verkefni. Margar hendur vinna létt verk!
Við hvetjum ykkur líka til að skoða heimasíðu keppninnar: https://ipfworlds.com/