Höllin í kvöld! Viðtal við JebPrenta

Körfubolti

Þá er komið að því, undanúrslitadagur í Geysisbikarnum er runninn upp og Njarðvíkingar mæta KR kl. 20:15 í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri viðureign dagsins er leikur ÍR og Stjörnunnar sem hefst kl. 17.30. Sigurlið dagsins mætast í úrslitum á laugardag. Ljónahjörðin ætlar að koma saman kl. 19:00 í nýja anddyri Laugardalshallar í kvöld og þétta raðirnar fyrir leik. Þar verður hægt að verða sér úti um miða á leikinn allt fram að „tip off.“

Stuðningsmannabolirnir hafa rokið út eins og heitar lummur svo það er næsta víst að stúkan verður iðagræn í kvöld. Hægt verður að kaupa stuðningsmannaboli í Laugardalshöll frá kl. 18:45 og fram að leik. Við getum því miður ekki ábyrgst að allir fái bol þar sem upplagið er senn að klárast.

Það er langt um liðið síðan karlalið Njarðvíkur steig fæti inn í Laugardalshöll og því skiptir stuðningurinn höfuðmáli í kvöld. Mætum græn og mætum með læti eins og okkur Njarðvíkingum einum er lagið!

Eins og áður hefur komið fram verða sætaferðir í boði frá Ljónagryfjunni kl. 18.30 í dag og kostar farið kr. 1500,- nánar um sætaferðir má lesa hér.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að hópurinn er vel gíraður í átökin en hægt er að sjá viðtal við Jeb Ivey fyrir leikinn hér að neðan: