Höttur-Njarðvík: Önnur umferð á EgilsstöðumPrenta

Körfubolti

Okkar menn í Njarðvík leggja í dag land undir fót og mæta Hetti á Egilsstöðum í annarri umferð Subwaydeildar karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður hægt að horfa á hann í beinni útsendingu hjá Höttur TV

Hlekkur á leikinn

Ljóst er að liðin munu selja sig dýrt á Egilsstöðum í kvöld þar sem Njarðvík lá gegn ÍR í fyrstu umferð og Höttur tapaði gegn Haukum.

#ÁframNjarðvík

Allir leikir umferðarinnar

Fimmtudagur 13. október
Breiðablik – KR 18:15
Tindastóll – ÍR 19:15
Höttur-Njarðvík 19:15
Stjarnan-Keflavík 20:15

Föstudagur 14. október
Grindavík – Valur – 18:15
Haukar – Þór Þorlákshöfn 20:15