Hraðpróf fyrir leiki í Ljónagryfjunni til 8. desemberPrenta

Körfubolti

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ákveðið að fram til 8. desember verði gestir og stuðningsmenn á heimaleikjum Njarðvíkur að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Það er ósk stjórnar að fleiri en 100 vallargestir í tveimur 50 manna hólfum eigi kost á því að sjá liðin okkar leika í Subwaydeildunum.

Pláss verður fyrir allt að 500 vallargesti sem þá þurfi að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi sem megi ekki vera eldra en 48 klst. gamalt þegar leikur hefst. Fyrir fólk búsett í Reykjanesbæ er m.a. hægt að fara í hraðpróf við Aðaltorg – nánar hér.

Allir gestir á leikjum í Ljónagryfjunni fæddir 2015 og eldri eru innan viðmiðunarhóps ofangreindra sóttvarna en nánar má lesa sig til um gildandi sóttvarnir hér á heimasíðu KKÍ.

Hér að neðan er snarpur útdráttur úr reglum KKÍ varðandi framkvæmd æfinga og keppni (útdráttur fyrir viðburð allt að 500 manns)

Heimilt er að hafa að hámarki 500 áhorfendur í hverju rými á íþróttaviðburðum að
uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

• Allir gestir fæddir 2015 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen)
sem má ekki vera eldra en 48 klst.
• Að viðhöfð sé 1 metra nálægðarregla nema þegar gestir eru sitjandi.
• Allir gestir séu skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Séu gestir í föstum sætum
skulu þeir skráðir í sæti. Skrána skal varðveita í tvær vikur og henni eytt að þeim tíma
liðnum.
• Allir gestir noti andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu
(sjá þó um börn).
• Ekki séu seldar veitingar í hléi.

Heimilt er að hafa að hámarki 50 áhorfendur í hverju rými í áhorfendasvæðum þar sem ekki
er krafist hraðprófa svo lengi sem allar reglur um sóttvarnir eru virtar, svosum um
grímuskylda og nálægðarreglu.

Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin grímuskyldu, fjölda- og nálægðartakmörkunum.

Áhorfendasvæði skal vera aðskilið öðrum svæðum og enginn samgangur á milli svæða/rýma
ef skipt er upp í rými vegna fjöldatakmarkana.