Hreggviður framlengir til 2025Prenta

Fótbolti

Hreggviður Hermannson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Njarðvíkur til ársins 2025.

Hreggviður sem hefur fest sig í stöðu vinstri bakvarðar, er fæddur árið 2000.
Hreggi, eins og hann er gjarnan kallaður, kom fyrst til fyrir tímabilið 2021 og hefur því leikið með Njarðvíkurliðinu síðastliðin 3 ár og hefur leikið í heildina 71 meistaraflokksleik fyrir Njarðvík á vegum KSÍ og skorað í þeim 1 mark.

Það er mikið gleðiefni að halda Hregga áfram í herbúðum Njarðvíkur og óskar Knattspyrnudeildin Hregga til hamingju með nýja samninginn.

Áfram Njarðvík!