Í gær föstudaginn 23. Janúar var í fyrsta sinn veitt úr Hvatningarsjóði sunddeildar UMFN. Sjóðurinn var stofnaður af Árna Inga Stefánssyni og Halldóru Húnbogadóttur til minningar um son þeirra Jóhann Árnason sundmann og góðan félaga úr UMFN. Jóhann var efnilegur sundmaður, en nafn hans er á nokkrum stöðum í afrekaskrá UMFN. Jóhann lést á sínu 25. aldursári ásamt konu sinni Dagbjörtu Þóru Tryggvadóttur í bílslysi í Tyrklandi. Jóhann hefði orðið 30 ára 23. janúar 2015. Stofnupphæð sjóðsins er 1.000.000- krónur og öllum er frjálst að leggja inná hann. Framlag úr sjóðnum er hugsað sem hvatning til frekari afreka. Veitt verður úr sjóðnum á aðalfundi deildarinnar ár hvert og munu sundmenn UMFN fá styrk úr sjóðnum þegar þeir verða íslandsmeistarar í fullorðinsflokki í fyrsta skipti, og eða þegar þeir vinna til verðlauna á alþjóðlegum mótum eins og NMU, NÆM, EYOF, EMU, EM, HM eða á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. Hver sundmaður getur bara fengið eina úthlutun. Í gær fengu þrjár sundkonur úthlutað 50 þús. krónum hver úr sjóðnum en það voru þær: Sunneva Dögg Friðriksdóttir sem varð Íslandsmeistari í 200 og 1500 m skriðsundi á ÍM50 og 1500 skriðsundi á ÍM25 Karen Mist Arngeirsdóttir Íslandsmeistari í 100 og 200 m bringusundi á ÍM25 Eydís Ósk Kolbeinsdóttir sem vann til bronsverðlauna í 400 m fjórsundi á NMU