Icemar og Njarðvík framlengja farsælu samstarfiPrenta

Körfubolti

Icemar, einn af dyggustu samstarfs- og styrktaraðilum Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, hefur framlengt samningi sínum við deildina. Hjá Icemar koma Njarðvíkingar ekki að tómum kofanum með þá Gunnar og Teit Örlygssyni við stjórnartaumana í fyrirtækinu. Gunnar og Kristín Örlygsdóttir formaður deildarinnar innsigluðu í gærkvöldi nýjan samning fyrir komandi átök á körfuboltavertíðinni.

Njarðvík og Icemar hafa unnið náið saman til fjölda ára og verður þeirra framlag seint fullþakkað. Það er því fagnaðarefni að áframhald verði á samstarfinu.

Eins og mörgum er kunnugt er Gunnar fyrrum leikmaður og formaður hjá Körfuknattleiksdeildinni en það er okkur mikilvægt að vinna náið með fólki sem þekkir þær áskoranir sem felast í rekstarumhverfi sjálfboðaliðahreyfingarinnar og eru reiðubúnir að greiða götu svo margra iðkenda í félaginu.

„Núverandi stjórn byggir á sterkum grunni síðustu ára og við horfum björtum augum til komandi leiktíðar. Til allrar hamingju eigum við þeirri lukku að fagna að hafa í kringum okkur mikla og sterka félagsmenn eins og er að finna í Icemar. Þeir vita hvað þarf til að svona verkefni eins og okkar geti gengið upp. Við í stjórn deildarinnar höfum ekki farið varhluta af ástandinu og sendum öllum okkar velunnurum baráttukveðjur við þessi krefjandi skilyrði,“ sagði Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN.

Heimasíða Icemar