IceMar styrkir landsliðsverkefni KKÍPrenta

Körfubolti

IceMar, einn af stærstu samstarfs- og styrktaraðilum Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, hefur ákveðið að styrkja landsliðsverkefni KKÍ í nóvember um 500.000 kr.

Í færslu á Facebook segir Gunnar Örlygsson eigandi og framkvæmdastjóri IceMar:

„Fyrirtæki okkar bræðra, IceMar ehf, hefur ákveðið að styrkja landsliðsverkefni KKÍ í nóvember um 500.000 kr. Úrval og gæði leikmanna eru stórkostleg og tækifæri til afreka eftir því. Rekstur KKÍ verður að fá eðlilega aðstoð frá hinu opinbera til að halda úti landsliðum okkar á þessum erfiðu tímum og ekki er verra ef einkageirinn getur hjálpað til.
Áfram Ísland.“

Vel gert IceMar!

Frétt KKÍ um málið