Ingvar Guðjónsson til liðs við yngriflokka NjarðvíkurPrenta

Körfubolti

Unglingaráð Njarðvíkur hefur náð samkomulagi við Ingvar Guðjónsson um þjálfun á tveimur flokkum félagsins. Ingvar þarf vart að kynna fyrir körfuknattleiksáhugamönnum en hann gerði Hauka nú í vor að Íslandsmeisturum í Dominosdeild kvenna. 

Þetta eru stór tíðindi fyrir félagið að fá þjálfara eins og Ingvar inní yngriflokkastarfið, en hann mun taka að sér þjálfun 7. og 9.flokks kvenna. 

Við bjóðum Ingvari innilega velkominn til Njarðvikur.