Inkasso-deildin; Fjölnir – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Fimmta umferð Inkasso-deildarinnar hófst í gær (fimmtudag) með jafntefli Magna og Hauka, í kvöld voru þrír leikir og á morgun er einn okkar leikjur þegar við mætum Fjölni í Grafarvoginum. Umferðin klárast síðan á sunnudaginn. Fjölnir er með 9 stig eftir 4 leiki og hafa verið taldir líklegir til að enda í efstu tveimur sætunum þegar keppni líkur.

Við vonumst til að sjá sem flesta í Grafarvoginum á morgun, áfram Njarðvík

Fyrri viðureignir
Njarðvík og Fjölnir hafa mæst 14 sinnum í mótsleikjum, fyrst árið 1993 í úrslitakeppni 3. Síðast mættust liðin í 1. deild árið 2010.

Leikir Sigur Jafntefli Tap Mörk
B deild 6 3 0 3 12  –  9
C deild 3 3 0 0 1  –  5
D deild 2 0 0 2 2 – 4
Bikarkeppni 1 0 0 1 2  –  1
Deildarbikar/Lengjubikar 2 2 0 0 1  –  6
14 8 0 6 2  –  15

FJÖLNIR – NJARÐVÍK
laugardaginn 1. júní kl. 14:00
Extra völlurinn

Dómari; Arnar Ingi Ingvarsson
Aðstoðardómari; Breki Sigurðsson
Aðstoðardómari; Sævar Sigurðsson
Eftirlitsmaður; Sigurður Hannesson