Inkasso-deildin; HK – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Í kvöld heimsækjum við HK í 19. umferð Inkasso-deildarinnar og er leikið innanhúss í Kórnum sem er heimavöllur HK. Liðin eru í ólíkri baráttu sem stendur HK í toppbaráttu og Njarðvik að reyna tryggja sæti sitt í deildinni það er því ljóst að þessi leikur skiptir miklu máli.

Við Njarðvíkingar mætum í þennan leik eins og aðra til að berjast fyrir stöðu okkar og við hvetjum stuðningsmenn okkar að fjölmenna á leikinn.

Fyrri leikurinn
Fyrri leikur okkar gegn HK hér heima lauk með 0 – 2 tapi okkar. Mörk HK komu á 38 og 42 mínótu leiksins.
Umfjöllun umfn.is um leikinn               
Leikskýrslan Njarðvík – HK

HK – NJARÐVÍK
föstudaginn 31. ágúst kl. 18:30
Kórinn, Kópavogi

Inkasso-deildin  staðan

Dómari Arnar Ingi Ingvarsson
Aðstoðardómari 1 Ragnar Þór Bender
Aðstoðardómari 2 Helgi Sigurðsson
Eftirlistmaður Viðar Helgason