Inkasso-deildin; Magni – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Sjöunda umferð Inkasso-deildarinnar hefst í kvöld með fimm leikjum og sá síðasti er á laugardaginn, Njarðvík mætir Magna norður í Grenivík í þessari umferð. Viðureignir okkar við Magna á undanförnum árum hafa verið miklir baráttuleikir og svo er eflaust með þennan leik, bæði lið þurfa punkta. Magnamenn hafa sýnt  heimaleiki sína beint á You tube rás þeirra, Magni tv og þar er hægt að fylgjast með gangi mála.

Stuðningsmenn á norðurlandi og þeir sem eru staddir þar eru hvattir til að leggja okkur lið og mæta á leikinn. Áfram Njarðvík.

Fyrri viðureignir
Njarðvík og Magni mættust fyrst í mótsleik árið 2003 í Deildarbikarnum. Alltaf verið kröftugar og jafnar viðureignir.

Leikir Sigur Jafntefli Tap Mörk
B deild 2 1 0 1 2 –  3
C deild 6 3 2 1 10  –  7
Deildarbikar/Lengjubikar 1 1 0 0 2  –  0
9 5 2 2 14  –  10

MAGNI – NJARÐVÍK
fimmtudaginn 13. júní kl. 17:00
Grenivíkurvöllur

Dómari; Arnar Þór Stefánsson
Aðstoðardómari; Sveinn Arnarsson
Aðstoðardómari; Birgir Þór Þrastarson
Eftirlitsmaður; Þóroddur Hjaltalín