Áttunda umferð Inkasso-deildarinnar hófst í gærkvöldi með leik Þróttar og Fjölnis og í kvöld eru tveir leikir og svo klárast umferðin á laugardaginn. Við fáum Aftureldingu í heimsókn í mikilvægan leik fyrir okkur þar sem við þurfum að rétta okkar hlut eftir að hafa tapað þremur síðustu leikjum.
Njarðvíkingar fjölmennum og látum í okkur heyra, áfram Njarðvík
Fyrri viðureignir
Afturelding er eitt af þeim félögum sem Njarðvík hefur leikið flesta mótsleiki gegn enda hafa félögin verið á svipuðu róli í gegnum árin. Alls eru þetta orðnir 38 leikir síðan 1976.
Leikir | Sigur | Jafntefli | Tap | Mörk | |
B deild | 2 | 2 | 0 | 0 | 8 – 1 |
C deild | 24 | 7 | 9 | 8 | 33 – 30 |
D deild | 6 | 2 | 2 | 2 | 16 – 15 |
Bikarkeppni | 3 | 1 | 0 | 2 | 10 – 13 |
Deildarbikar/Lengjubikar | 3 | 2 | 0 | 1 | 8 – 10 |
38 | 14 | 11 | 13 | 75 – 69 |
NJARÐVÍK – AFTURELDING
fimmtudaginn 21. júní kl. 19:15
Rafholtsvöllurinn
Dómari; Pétur Guðmundsson
Aðstoðardómari; Kristján Már Ólafs
Aðstoðardómari; Antoníus Bjarki Halldórsson
Eftirlitsmaður; Hjalti Þór Halldórsson