Sextánda umferð Inkasso-deildarinnar hefst í kvöld og við tökum á móti toppliði Fjölnis. Fjölnismenn hafa leitt keppnina frá fyrstu umferðum og líklegir til að standa uppi sem sigurvegarar.
Stigasöfnun okkar hefur ekki verið að skila sér þrátt fyrir góða frammistöðu í síðustu leikjum og við þurfum að krafsa út stig í öllum leikjum sem eru framundan. Við hvetjum okkar stuðningsfólk til að fjölmenna á leikinn og hveta strákanna áfram.
Áfram Njarðvík!
Hvar og hvenar er leikurinn?
Leikurinn fer fram föstudaginn 9. ágúst kl. 19:15 á Rafholtsvellinum.
Hverjir dæma?
Dómari Sigurður Hjörtur Þrastarson
Aðstoðardómari Kristján Már Ólafs
Aðstoðardómari Egill Guðvarður Guðlaugsson
Eftirlitsmaður Einar Freyr Jónsson
Hverning fór fyrri leikurinn?
Fyrri leikurinn fór fram laugardaginn 11. maí á Extravellinum í Reykjavík, leiknum lauk með 1 – 0 sigri Fjölni.
Leikskýrslan Fjölnir – Njarðvík
Hvað höfum við leikið oft við Fjölni ?
Njarðvík og Fjölnir hafa mæst alls 14 sinnum í mótsleikjum.
Leikir | Sigur | Jafntefli | Tap | Mörk | |
B deild | 7 | 3 | 0 | 4 | 12 – 10 |
C deild | 3 | 3 | 0 | 0 | 1 – 5 |
D deild | 2 | 0 | 0 | 2 | 2 – 4 |
Bikarkeppni | 1 | 0 | 0 | 1 | 2 – 1 |
Deildarbikar/Lengjubikar | 2 | 2 | 0 | 0 | 1 – 6 |
14 | 8 | 0 | 6 | 2 – 15 |
Er leikurinn sýndur beint?
Njarðvík sendir leikinn beint út á YouTube – NJARÐVÍKTV
Hverning er staðan í Inkasso-deildinni?
Inkasso-deildin staðan
Hvenar er næsti leikur?
Fram – Njarðvík – fimtudaginn 15. ágúst kl. 19:15 á Framvellinum í Safamýri.