Inkasso-deildin; Njarðvík – Leiknir R.Prenta

Fótbolti

Fjórtánda umferð Inkasso-deildar hefst í kvöld með fjórum leikjum svo er einn annaðkvöld og umferðinni lýkur síðan á laugardaginn. Andstæðingur okkar núna er Leiknir Rvík. Leiknismenn eru nú sem stendur í fimmta sæti en okkar staða hefur ekkert breyst að undanförnu þrátt fyrir góða leiki.

En nú er enn einn bardaginn framundan og við hvetjum okkar stuðningsfólk til að fjölmenna á leikinn og hveta strákanna áfram.

Áfram Njarðvík!

Hvar og hvenar er leikurinn?
Leikurinn fer fram fimmtudaginn 25. júlí kl. 19:15 á Rafholtsvellinum.

Hverjir dæma?
Dómari Guðgeir Einarsson
Aðstoðardómari Bryngeir Valdimarsson
Aðstoðardómari Helgi Sigurðsson
Eftirlitsmaður Þórður Georg Lárusson

Hverning fór fyrri leikurinn?
Fyrri leikurinn fór fram laugardaginn 11. maí á Leiknisvellli í Reykjavík, leiknum lauk með 1 – 2 sigri Njarðvík.
Leikskýrslan Leiknir R. – Njarðvík

Hvað höfum við leikið oft við Leikni Reykjavík ?
Njarðvík og Leiknir R. hafa mæst alls 30 sinnum í mótsleikjum, fyrst árið 1975.

Leikir Sigur Jafntefli Tap Mörk
B deild 9 3 2 4 9  –  12
C deild 14 7 1 6 33  –  20
D deild 4 1 2 1 6  –  6
Bikarkeppni 1 0 0 1 0  –  6
Deildarbikar/Lengjubikar 2 0 1 1 2  –  4
30 11 6 13 50  –  48

Er leikurinn sýndur beint?
Njarðvík sendir leikinn beint út á YouTube – NJARÐVÍKTV

Hverning er staðan í Inkasso-deildinni?
Inkasso-deildin staðan

Hvenar er næsti leikur?
Keflavík – Njarðvík – . miðvikudaginn 30. júlí kl. 19:15 á NETTOvellinum.