Átjánda umferð Inkasso-deildarinnar hafin og við tökum á móti Magna frá Grenivík. Risa leikur fyrir okkur, það þarf ekki að segja neinum og við hvetjum alla okkar stuðningsmenn að mæta og leggjast á árarnar. Við vekjum athygli á að leikurinn er seinna en venjulega kl. 16:00.
Áfram Njarðvík!
Hvar og hvenar er leikurinn?
Leikurinn fer fram laugardaginn 24. ágúst kl. 16:00 á Rafholtsvellinum.
Hverjir dæma?
Dómari Sigurður Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Aðstoðardómari Daníel Ingi Þórisson
Aðstoðardómari Elvar Smári Arnarsson
Eftirlitsmaður Eyjólfur Ólafsson
Hverning fór fyrri leikurinn?
Fyrri leikurinn fór fram laugardaginn 13. júní á Grenivíkurvelli, og leiknum lauk með 3 – 2 sigri Magna.
Leikskýrslan Magní – Njarðvík
Hvað höfum við leikið oft við Magna?
Njarðvík og Magni hafa mæst alls 10 sinnum í mótsleikjum.
Leikir | Sigur | Jafntefli | Tap | Mörk | |
B deild | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 – 6 |
C deild | 6 | 3 | 2 | 1 | 10 – 7 |
Deildarbikar/Lengjubikar | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 – 0 |
10 | 5 | 2 | 3 | 16 – 13 |
Er leikurinn sýndur beint?
Njarðvík sendir leikinn beint út á YouTube – NJARÐVÍKTV
Hverning er staðan í Inkasso-deildinni?
Inkasso-deildin staðan
Hvenar er næsti leikur?
Afturelding – Njarðvík – laugardaginn 31. ágúst kl. 14:10 á gerfigrasinu