Inkasso-deildin; Njarðvík – Þróttur RPrenta

Fótbolti

Þrettánda umferð Inkasso-deildarinnar og það er Reykjavíkur Þróttur sem kemur í heimsókn til okkar. Fimm leikir fara fram í dag og einn á morgun. Dómari leiksins er Sivert Amland frá Noregi sem er að dæma hér sem gestadómari en þetta er liður í dómaraskiptum milli Norðurlandanna.

Njarðvíkingar og aðrir stuðningsmenn fjölmennum og hvetjum liðið til sigurs.

Áfram Njarðvík!

Hvar og hvenar er leikurinn?
Leikurinn fer fram laugardaginn 20. júlí kl. 14:00 á Rafholtsvellinum.

Hverjir dæma?
Dómari Sivert Amland
Aðstoðardómari Smári Stefánsson
Aðstoðardómari Kristian Johannessen
Eftirlitsmaður Kristinn Jakobsson

Hverning fór fyrri leikurinn?
Fyrri leikurinn fór fram laugardaginn 11. maí á Eimskipsvellinum í Reykjavík, leiknum lauk með 2 – 3 sigri Njarðvík.
Leikskýrslan Þróttur R. – Njarðvík

Hvað höfum við leikið oft við Þrótt R. ?
Njarðvík lék fyrst við Þrótt R. í Bikarkeppni KSÍ árið 1968, síðan höfum við leikið við þá 17 mótsleiki.

Leikir Sigur Jafntefli Tap Mörk
B deild 13 2 1 10 6 – 29
Bikarkeppni 3 1 0 2 4 – 7
Deildarbikar/Lengjubikar 1 0 0 1 1 – 2
17 2 1 13 11 – 38

Er leikurinn sýndur beint?
Njarðvík sendir leikinn beint út á YouTube – NJARÐVÍKTV

Hverning er staðan í Inkasso-deildinni?
Inkasso-deildin staðan

Hvenar er næsti leikur?
Njarðvík – Leiknir R. fimmtudaginn 25. júlí kl. 19:15 á Rafholtsvellinum.