ÍR-Njarðvík í dag kl. 16:30Prenta

Körfubolti

(Svala Sigurðardóttir er stigahæsti leikmaður Njarðvíkurliðsins eftir tvær umferðir með 13,5 stig að meðaltali í leik. Því skal haldið til haga að við hlið hennar er Jóhanna Lilja Pálsdóttir einnig með 13,5 stig).

Njarðvíkurkonur mæta ÍR í 1. deild kvenna í dag kl. 16:30 í Hertz-hellinum í Reykjavík. Ljónynjurnar lönduðu góðum stigum gegn Hamri í síðustu umferð með 73-68 sigri en ÍR-liðið situr á botni deildarinnar með Tindastól án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að líta við í Hertz-hellinum í dag og styðja okkar konur til sigurs!