Njarðvík heimsækir ÍR í Skógarsel í kvöld í Bónusdeild karla kl. 19.00. Ljónin eiga harma að hefna þar sem ÍR vann fyrri deildarleik liðanna í IceMar-Höllinni.
Fyrir leikinn í kvöld eru okkar menn í 3. sæti deildarinnar með 22 stig en ÍR 7.-10. sæti deildarinnar með 16 stig svo það er nokkuð ljóst að menn selja sig dýrt í kvöld!
Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að gera sér föstudagsferð í Skógarsel og styðja okkar menn til sigurs. Fyrir þá sem ómögulega komast á völlinn þá verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport 5.
Áfram Njarðvík!
