ÍR-Njarðvík í VÍS-bikarnum í kvöldPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur mætir ÍR í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins í kvöld. Eins og áður hefur komið fram er um að ræða bikarkeppnina 2019-2020 sem leikin er núna í aðdraganda Íslandsmótsins þar sem fresta varð keppninni vegna COVID-19 á síðustu leiktíð.

Leikurinn hefst kl. 19:00 í Seljaskóla og verður í beinni útsendingu á Njarðvík TV.

Sigurvegari kvöldsins mætir Fjölni í undanúrslitum keppninnar.

#ÁframNjarðvík