ÍR-Njarðvík leikur fjögur í kvöldPrenta

Körfubolti

Í kvöld fer fram fjórða viðureign Njarðvíkur og ÍR í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla. Staðan er 2-1 fyrir Ljónin og með sigri í kvöld tryggjum við okkur farseðilinn í undanúrslit. Okkar menn eru vel gíraðir fyrir kvöldið en það er ekkert annað í boði en iðagræn stúka með Ljónahjörðina vel stillta í átökin.

Leikurinn hefst kl. 20:15 í Hertz-Hellinum og ekki úr vegi fyrir Njarðvíkinga að mæta tímanlega. Njarðvík komst í 2-0 í einvíginu áður en ÍR minnkaði muninn í 2-1 með sigri í síðasta leik í Ljónagryfjunni. Þetta er allsherjar útkall, ekki láta þig vanta!

#ÁframNjarðvík