ÍRB á SmáþjóðaleikunumPrenta

Sund

Fjórir sundmenn frá ÍRB voru valdir í sundlandslið Íslands á Smáþjóðaleikunum, Kristófer, Þröstur, Sunneva Dögg og Karen Mist. Okkar keppendur voru þeir yngstu í liðinu og var Karen Mist, 15 ára, sú yngsta í liðinu.; Krakkarnir okkar stóðu sig með ágætum miðað við undirbúning sinn.; Sunneva Dögg Friðriksdóttir bætti tíma sinn í 200 m flugsundi um 5 sekúndur og varð í 5. sæti. Hún synti á 2. og 3. besta tíma sínum í 400 m skriðsundi og varð 4. í úrslitunum. Í 800 m skriðsundi var hún á næst besta tíma sínum og varð einnig í fjórða sæti.; Karen Mist Arngeirsdóttir synti mjög gott 200 m bringusund og vann bronsverðlaun! Frábært!; Þröstur Bjarnason synti á 3. besta tíma sínum í 1500 m skriðsundi og varð í fjórða sæti.; Kristófer Sigurðsson synti á næst besta tíma sínum í 400 m skriðsundi í úrslitunum. Hann synti fyrsta sprett í 4×200 m boðsundi og synti þar á 6. besta tíma sínum, boðsundliðið vann silfurverðlaun.; Vel gert sundmenn.; Stór hópur foreldra tók einnig mikinn þátt í mótinu sem sjálfboðaliðar. Frá þeim hefur heyrst að upplifunin hafi verið mjög jákvæð og að fólk hafi notið þess að vera á mótinu.; Fimm Íslandsmet voru sett á Smáþjóðaleikunum. Hrafnhildur Lúthersdóttir er í frábæru formi og sló hún fjögur met og sum þeirra með mjög afgerandi hætti metin sem hún sló voru í 100 og 200 bringu og í 200 og 400 fjór Anton Sveinn McKee sló einnig Íslandsmet í 200 fjór. Það er frábær reynsla fyrir okkar ungu sundmenn að vera hluti af svona öflugu liði hæfileikaríkra sundmanna.; Úrslit