Í sömu viku og AMÍ var haldið tóku Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir þátt í 1. Evrópuleikunum sem haldnir voru í Baku í Azebaijan. Með þeim í för voru Harpa Ingþórsdóttir (SH), Bragi Snær Hallsson (Tromsö) og Bryndís Bolladóttir (Óðinn) og landsliðsþjálfarinn Jacky og Unnur sjúkraþjálfari.; Sunneva synti þrjú sund fyrsta daginn, 100 skrið, 4×100 skriðsund boðsund og 800 skrið. Sundin urðu betri í hvert sinn. Hápunkturinn var að sjálfsögðu frábæra nýja ÍRB metið í opnum flokki (9:11.90) í 800 skrið (704 FINA stig) og er hún núna aðeins 2 sek frá Íslandsmetinu í sínum aldursflokki. Tíminn hennar í 400 skrið var hennar 4. besti frá upphafi en hinir þrír eru frá því á ÍM50 í apríl og smáþjóðaleikunum í maí. Tíminn hennar í 100 skrið var hennar þriðji besti en hún hefur náð undir 1:00 í 50 laug þrisvar sinnum síðan í mars og var fyrsta ÍRB konan til þess að ná því. Hún synti svo einnig 200 m skriðsund og náði þar sínum 3. besta tíma en bestu tímarnir hennar voru syntir á ÍM50 og Euromeet í febrúar.; Hápunktur mótsins hjá Eydísi Ósk var 1500 skrið (691 FINA stig) þar sem hún náði tíma sem er sá næst besti sem hún hefur náð og var hún aðeins 1.81 sek frá Íslandsmetinu í aldursflokknum sem hún náði í apríl á ÍM50. Í 400 skrið og 200 fjór náði hún 3. besta tíma sínum og voru bestu tímarnir hennar í þessum greinum einnig frá ÍM50.; Sunneva og Eydís voru báðar í boðsundsveitinni sem sló Landsmetið í aldursflokknum (15-17 ára) í 4×100 m skriðsundi og bættu stelpurnar metið um heilar 9 sek og syntu þær báðar mjög vel í boðsundinu og voru á sínum bestu tímum.; Stelpurnar voru heillaðar af því hversu sterkt mótið var í Baku en þar voru sundmenn á þeirra aldri (15-16) ára oft að synda á tímum sem eru miklu hraðari en Íslandsmetin. Þeim fannst lokahátíðin einnig mjög glæsileg. Þær eru nú snúnar til baka í góðum gír og tilbúnar fyrir framtíðina.; Til hamingu stelpur! Vel gert!; Úrslit; Ný met í Baku; Sunneva Dögg Friðriksdóttir 800 Skrið (50m) Konur-ÍRB; Sunneva Dögg Friðriksdóttir 800 Skrið (50m) Konur-Njarðvík; Sunneva Dögg Friðriksdóttir 800 Skrið (50m) Stúlkur-ÍRB; Sunneva Dögg Friðriksdóttir 800 Skrið (50m) Stúlkur-Njarðvík