Isabella Ósk í landsliðnu gegn Spáni og RúmeníuPrenta

Körfubolti

Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið liðið sitt fyrir næstu tvo leikina í undankeppni EuroBasket Women´s 2023 sem fara fram núna í nóvember. Á meðal leikmanna liðsins er Isabella Ósk Sigurðardóttir leikmaður Njarðvíkur.

Isabella Ósk á fyrir átta landsleiki með A-landsliði Íslands og verður með gegn Spáni 24. nóvember ytra og hér heima 27. nóvember gegn Rúmeníu.

Nánar um hópinn og leikina í frétt á heimasíðu KKÍ

Mynd/ JBÓ: Isabella Ósk var með myndarlega tvennu í öflugum sigri gegn Fjölni í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé.