Ísland vann Bosníu í leik um 11.sæti í mótinu – Veigar Páll endaði mótið sterktPrenta

Körfubolti

U 18 ár ára lið lauk keppni og vann flottan sigur á Bosníu 80-72 en Bosnía er sterk körfuboltaþjóð. Veigar Páll Alexandersson var maður leiksins með 24 stig og spilaði síðustu leiki mótsins mjög vel. Hann til að mynda átti virkilega flottan leik gegn Hvíta Rússlandi nokkrum dögum áður og var þá með  22 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Flott mót hjá Veigari Páli og verður spennandi að fylgjast með honum í vetur.