Íslandsmeistaramót á AkureyriPrenta

Lyftingar

Kraftlyftingardeild KA hélt Íslandsmeistaramótið í klassískri réttstöðulyftu og í búnaði sem fór fram á Akureyri þann 22.júní sl.

Massi átti 3 keppendur sem tóku þátt á þessu móti.

Sturla Ólafsson keppti í Masters 2 og varð í 2.sæti þegar hann lyfti 215kg.

Í Masters 3 varð Elsa Pálsdóttir Íslandsmeistari í í -76kg flokki með 165kg.

Hörður Birkisson varð Íslandsmeistari í -74kg flokki þegar hann lyfti 200kg.

Massi óskar keppendum til hamingju með árangurinn.

Úrslit er hægt að nálgast hér https://kraft.is/islandsmotin-i-rettstodulyftu-urslit/

Vekjum athygli á að mótanefnd og stjórn KRAFT hefur samþykkt breytta dagsetningu á Bikarmótinu í klassískri bekkpressu.
Mótið er fært fram um eina viku og verður haldið laugardaginn 24. ágúst, sama dag og Menningarnótt Reykjavíkur fer fram.
Mótshaldari er Kraftlyftingadeild Ármanns og SBD Ísland. Engar breytingar eru gerðar á Bikarmótinu í kraftlyftingum með búnaði sem verður haldið þann 17. ágúst skv. mótaskrá.