Íslandsmeistararnir í heimsókn í kvöld!Prenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Íslandsmeisturum TIndastóls í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 19:15 í Subway-deild karla. Liðin eru bæði í 8 stiga klúbbnum sem er fjölmennasti klúbbur deildarinnar um þessar mundir.

Það eru sjö lið jöfn að stigum í deildinni eða með 8 stig en það eru Njarðvík, Tindastóll, Þór Þorlákshöfn, Stjarnan, Valur, Álftanes og Höttur.

Við hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna á völlinn og styðja okkar menn til sigurs. Tvö rándýr stig á ferðinni í kvöld. Áfram Njarðvík!

#FyrirFánann