Íslandsmeistarmót öldunga í klassískum kraftlyftingumPrenta

Lyftingar

Íslandsmeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum fór fram á Akranesi þann 23.nóvember sl. Góður hópur fór frá Massa og tók þátt og uppskar vel.

Í Masters 1 karla voru 2 keppendur þeir Trausti Traustason sem varð Íslandsmeistari þegar hann keppti í -83kg flokki, hann setti Íslandsmet í hnébeygju þegar hann lyfti 195kg í annari beygju , í bekkpressu lyfti hann 130kg, í réttstöðulyftu setti hann Íslandsmet þegar hann lyfti 240kg og bætti það svo með síðustu lyftu dagsins þegar hann lyfti 251 kg. Heildarþyngd var því 576kg.

Benedikt Björnsson varð Íslandsmeistari þegar hann keppti í -93kg flokki. Hann lyfti 225kg í hnébeygju, 135kg í bekkpressu og setti svo Íslandsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 260,5kg. Hann varð einnig stigahæstur karla.

Í Masters 3 voru 3 keppendur, Elsa Pálsdóttir varð Íslandsmeistari þegar hún keppti í -76kg flokki, hún setti Íslandsmet þegar hún lyfti 150,5kg í hnébeygju. Hún lyfti 65kg í bekkpressu og 167,5kg í réttstöðulyftu sem skilaði henni 383kg í heildarþyngd og var hún önnur stigahæst Masters kvenna á mótinu.

Hörður Birkisson varð Íslandsmeistari þegar hann keppti í -74kg flokki, hann lyfti 170kg í hnébeygju, setti Íslandsmet þegar hann lyfti 103,5kg í bekk ásamt því að setja Íslandsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 203kg. Heildarþyngd 476,5kg.

Jens Elís Kristinsson varð Íslandsmeistari þegar hann keppti í -105kg flokki, hann lyfti 167,5kg í hnébeygju, setti síðan Íslandsmet í bekkpressu þegar hann lyfti 112,5kg og lyfti í réttstöðulyftu 205kg. Heildarþyngd 485kg.

Við óskum keppendum til hamingju með góðan árangur.

Hægt er að sjá heildarúrslit hér Úrslit