Bikarmót í klassískum kraftlyftingum fór fram í Digranesi 26.apríl sl.
5 keppendur frá Massa tóku þátt og stóðu sig vel.
Örlygur keppti í sub-junior í -74kg flokki og varð î. 2.sæti með syrpuna 92.5kg í hnébeygju, 77.5kg í bekkpressu og 150kg í réttstöðulyftu samtals 350kg
Ási keppti í opnum flokki í -120kg, hann varð í 2.sæti með syrpuna 260kg í hnébeygju, 165kg í bekkpressu og 260kg í réttstöðulyftu samtals 685kg.
Trausti keppti í Master 1 og varð Bikarmeistari ásamt því að vera stigahæðsti karlinn í mastersflokk. Hann tók syrpuna 190kg í hnébeygju, 130kg í bekkpressu, setti svo Íslandsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 225kg, síðan bætti hann eigið met með því að lyfta 240g samtals 560kg.
Í Masters 3 voru 2 keppendur, Hörður varð Bikarmeistari í -74kg flokki og tók syrpuna 180,5kg í hnébeygju sem er Íslandsmet, 100kg í bekkpressu, síðan gerði hann sér lítið fyrir og tvíbætti Íslandsmetin sín þegar hann lyfti 196kg og 202.5kg í réttstöðulyftu samtals 483kg. Samtals setti Höður 9 Íslandsmet á mótinu.
Jens varð Bikarmeistari í -105kg flokki með syrpuna 172.5kg í hnébeygju, 107.5kg í bekkpressu og 190kg í réttstöðulyftu samtals 470kg.
Við óskum keppendum til hamingju með góðan árangur.
Hægt er að sjá heildarúrslit hér https://kraft.is/bikarmot-kraft-i-klassiskum-kraftlyftingum-urslit/