Íslandsmet bætt í MassaPrenta

Lyftingar

Lyftingadeild UMFN- Massa hélt þann 9.ágúst bikarmót í kraftlyftingum í búnaði í glæsilegri aðstöðu sinni.

4 keppendur tóku þátt á mótinu sem gekk vel fyrir sig.

Ásmundur keppti í 120kg, opnum flokki og var í fyrsta sæti. Ási lyfti 260kg í hnébeygju, 170kg í bekkpressu og 250kg í réttstöðulyftu eða samtals 680kg.

Hörður keppti í -74kg flokki í Marsters 3 og var í fyrsta sæti ásamt því að setja 4 Íslandsmet. Hörður lyfti 171kg í hnébeygju sem er nýtt Íslandsmet, síðan lyfti hann 110kg í bekkpressu, í réttstöðulyftu lyfti hann 200kg sem er nýtt Íslandsmet og gerði sér svo lítið fyrir og bætti það með því að lyfta 205kg. Samtals lyfti hann 486kg.

Elsa keppti í -76kg flokki í Masters 3 og var í fyrsta sæti ásamt því að setja 9 Íslandsmet. Í annari lyftu í hnébeygju lyfti hún 160.5kg sem er Íslandsmet, gerði sér svo lítið fyrir í þriðju lyftu og bætti Íslandsmetið sitt með því að lyfta 170kg í hnébeygju. Í bekkpressu setti hún Íslandsmet þegar hún lyfti 80.5 kg. Í réttstöðulyftu lyfti hún 175kg og samtals 425.5kg sem að er einnig Íslandsmet í samanlögðu.

Frábær dagur hjá okkar fólki, við óskum þeim til hamingju með árangurinn og þökkum öllum þeim sem að aðstoðuðu okkur með utanumhald mótsins.