Breiðablik hélt Íslandsmeistaramót í bekkpressu bæði í klassískri og í búnaði í íþróttahúsinu í Digranesi þann 19.janúar 2025.
Massi sendi frá sér 8 keppendur og skilaði það sér í 8 Íslandsmeistaratitlum og 3 Íslandsmetum.
Í Opnum flokki kvenna keppti María Bára í -76kg flokki og lenti hún í 2.sæti þegar hún lyfti 77,5kg.
Máney Dögg keppti einnig í opnum flokki kvenna varð Íslandsmeistari í 84kg+ þegar hún lyftu 47.5 kg.
Ásta Margrét keppti í Masters 1 og varð Íslandsmeistari í -84kg þegar hún lyfti 85kg.
Í karlaflokki Masters 1 var Davíð Þór Íslandsmeistari í -93kg karla þegar hann lyfti 142,5kg.
Trausti T. keppti í -83kg flokki og varð Íslandsmeistari þegar hann lyfti 125kg.
Elsa P. keppti í Masters 3 í -76kg flokki og varð Íslandsmeistari þegar hún lyfti 65kg.
Svanur Bergvins keppti í -83kg flokki í Subjunior, hann átti stórgott mót og setti Íslandsmet í sínum flokki þegar hann lyfti 138kg sem að tryggði honum líka Íslandsmeistaratitil ásamt því að vera stigahæsti karl í Subjunior flokknum.
Massi átti 2 keppendur í bekkpressu í búnaði.
Þóra Kristín varð Íslandsmeistari í -84kg flokki þegar hún lyfti 87,5kg.
Davíð Þór var hvergi hættur þegar hann tók þátt í búnaðarpressu líka í -93kg flokki og setti 2 ný Íslandsmet þegar hann lyfti 145kg og 150kg sem einnig tryggði honum Íslandsmeistaratitil í sínum flokki.
Massi óskar keppendum til hamingju með árangur dagsins, hægt er að sjá úrslit hér https://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-bekkpressu-klassik-og-eq-2025