Þá byrjar boltinn aftur að rúlla eftir hlé yfir verslungarmannahelgina. Við heimsækjum Aftureldingu í Mosfellsbæinn í 16 umferð 2. deildar. Afturelding er eitt þeirra liða sem hefur verið reglulegur andstæðingur okkar í áratugi enda félögin ekki langt frá hvoru öðru í Íslandsmótum. Leikir liðanna á undaförnum árum hafa verið jafnir og mikill baráttu leikir eins og taflan hér fyrir neðan sýnir. 16 umferð hefst í kvöld með einum leik, Magni gegn Tindastól.
Við hvetjum alla okkar stuðningsmenn á höfuðborgarasvæðinu og hér heima að mæta á Varmárvöll og hvetja okkar menn áfram.
Síðustu fimm leikir í Íslandsmótinu
2017 – 2. deild Njarðvík – Afturelding 1 – 0
2016 – 2. deild Afturelding – Njarðvík 0 – 0
2016 – 2. deild Njarðvík – Afturelding 0 – 1
2015 – 2. deild Afturelding – Njarðvik 1 – 1
2015 – 2. deild Njarðvik – Afturelding 1 – 0
Njarðvík – Afturelding
föstudaginn 10. júlí kl. 19:15
Varmárvöllur
Dómari Gunnþór Steinar Jónsson
Aðstoðardómari 1 Egill Guðvarður Guðlaugsson
Aðstoðardómari 2 Guðmundur Ingi Bjarnason
Eftirlitsmaður Sigurður Hannesson