Íslandsmót 2. deild; Njarðvík – HötturPrenta

Fótbolti

Sjöunda umferð er hafin og tveimur leikjum þegar lokið en hún klárast á morgun (sunnudag). Við erum á heimavelli gegn Hetti frá Egilsstöðum. Höttur er eins og svo mörg önnur lið sem við erum að leika við í sumar erfiður andstæðingur enda hafa félögin mæst reglulega síðustu árin. Njarðvík situr á toppnum í 2. deild við upphaf sjöundu umferðar og strákarnir ætla ekki að láta það af hendi en til þess þarf að fá góðan stuðning af pöllunum. Við hverjum okkar stuðningsfólk að fjölmenna á leikinn á morgun og hvetja liðið áfram. Spáin er fín ekta fótboltaveður, áfram Njarðvík!

veðrið á morgun

Síðustu fjórir leikir í Íslandsmótinu

2016 – 2. deild Njarðvík – Höttur 2 – 2
2016 – 2. deild Höttur – Njarðvík 0 – 1
2015 – 2. deild Njarðvik – Höttur 0 – 2 
2015 – 2. deild Höttur  – Njarðvik 0 – 1

Staðan í 2. deild

KSÍ

Njarðvík – Höttur
sunnudaginn 18. júní kl. 14:00
Njarðtaksvöllurinn

Dómari Gunnþór Steinar Jónsson
Aðstoðardómari 1 Ottó Sverrisson
Aðstoðardómari 2 Daníel Ingi Þórisson
Eftirlitsmaður  Guðmundur Sigurðsson