Þá hefst seinni umferð Íslandsmótsins og gestir okkar Höttur frá Egilsstöðum. Liðin eru í dag í 8 og 9 sæti og ekkert nema sigur kemur til greina. Leikir liðanna á undanförnum árum hafa verið jafnir og ávallt miklir baráttuleikir.
Það er vert að vekja athygli á að leikur hefur verið færður fram um klukkustund og hefst kl. 13:00.
Við hvetjum allt stuðningsfólk okkar að fjölmenn á völlinn á morgun og hvetja okkar lið, góður stuðningur getur skilað sér margfalt.
NJARÐVÍK – HÖTTUR
Laugardaginn 23. júlí kl. 13:00
Njarðtaksvöllurinn
Síðustu viðureignir
2016 Höttur – Njarðvík 0 – 1
2015 Höttur – Njarðvík 0 – 1
2015 Njarðvík – Höttur 0 – 2
2013 Höttur – Njarðvík 0 – 1
2013 Njarðvík – Höttur 1 – 0
Dómarar
Dómari; Sigurður Óli Þórleifsson
Aðstoðardómari 1; Egill Guðvarður Guðlaugsson
Aðstoðardómari 2; Sævar Sigurðsson
Eftirlitsmaður; Þór Steinar Ólafs