Níunda umferð 2. deildar hefst á morgun (fimmtudag) þegar við fáum Víði í heimsókn. Njarðvík hefur ekki mætt Víði í Íslandsmóti síðan sumarið 2009. Víðismenn eru sem stendur í 5 – 6 sæti með 12 stig. Keppnin í 2. deild í sumar er sú jafnasta sem sést hefur í langan tíma en munur á liðunum í 2 – 10 sætis er aðeins 5 stig.
Veðurspáin fyrir annað kvöld er uppá sannkallað fótboltaveður 11 stiga hiti, vindur 3 metrar og skýjað. Við hvetjum allt okkar stuðningsfólk til að mæta.
Síðustu tveir leikir í Íslandsmótinu
2009 – 2. deild Víðir – Njarðvík 1 – 4
2009 – 2. deild Njarðvík – Víðir 1 – 0
Njarðvík – Víðir
fimmtudaginn 29. júní kl. 19:15
Njarðtaksvöllurinn
Dómari Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Aðstoðardómari 1 Sigursteinn Árni Brynjólfsson
Aðstoðardómari 2 Árni Heiðar Guðmundsson