Þá er komið að lokaleik sumarsins gegn Vestra á vestur á Ísafirði. Leikurinn hefur verið færður fram til kl. 12:00 á. Ástæða þess að leikurinn er færður fram er sú að spáinn fyrir Vestfirði á morgun er ekki góð og líklegt að flug verði fellt niður. Njarðvíkurliðið fór því vestur í dag á akandi og stefnan sett á að vera komnir aftur heim snemma annað kvöld til að halda lokahófið.
Fyrri leiknum lauk með sigri okkar hér heima 2 – 1, en leikurinn var skrautlegur því Vestramenn náðu að jafna á leikinn á 92 mín og við gerðum sigurmarkið á 94 mín.
Við óskum drengjum góðs gengis í lokaleik sumarsins.
VESTRI – NJARÐVÍK
Laugardaginn 24. september kl. 12:00
Torfunesvöllur
Dómari; Bríet Bragadótttir
Aðstoðardómari 1; Egill Guðvarður Guðlaugsson
Aðstoðardómari 2; Helgi Ólafsson
Síðustu viðureignir
2016 Njarðvík – BÍ/Bolungavík 2 – 1
2009 BÍ/Bolungavík – Njarðvík 0 – 3
2009 Njarðvík – BÍ/Bolungavík 1 – 1