Íslandsmót 2. deild: Völsungur – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Þá er komið að síðasta leik sumarsins og við heimsækjum Völsung á Húsavík. Síðustu leikir við Völsunga hafa verið jafnir eins og taflan sýnir. Völsungar hafa verið sterkir á heimavelli í sumar og við sótt stór stig á útivelli svo það verður gaman að sjá útkomuna úr þessum leik.

Langur og strangur laugardagur framundan hjá meistaraflokki, flug snemma að morgni, lent í Reykjavík klukkutíma fyrir Lokahófið um kvöldið. Lokahóf meistaraflokks fer fram Réttinum sem er fluttur á nýjan stað Hafnargötu 90. Stuðningsmönnum og öðrum velunnurum er velkomið að mæta uppúr kl. 23:00 og fagna með leikmönnum sigri í 2. deild 2017.

Síðustu fimm leikir í Íslandsmótinu.

2017 – 2. deild Njarðvík – Völsungur 3 – 2
2016 – 2. deild Njarðvík – Völsungur 2 – 2
2016 – 2. deild Völsungur – Njarðvík 1 – 1
2014 – 2. deild Njarðvík – Völsungur 2 – 2
2014 – 2. deild Völsungur – Njarðvík 3 – 3  

Staðan í 2. deild

KSÍ

VÖLUNGUR – VÖLSUNGUR
laugardaginn 23. september kl. 14:00
Húsavíkurvöllur

Dómari Sigurður Hjörtur Þrastarson
Aðstoðardómari 1 Sveinn Þórður Þórðarson
Aðstoðardómari 2 Viðar Valdimarsson
Eftirlitsmaður Magnús Sigurður Sigurólason