Íslandsmótið í 2. deild næsta sumar verður mesta keppnisferða sumar hingað til fyrir meistaraflokk. Aðeins þrjú lið er í deildinn hér á Faxaflóasvæðinu, fjögur á austfjörðum, þrjú fyrir norðan og eitt á vestfjörðum. Hér áður fyrr voru ávallt flest liðin hér af suðvesturlandinu. Hjá okkur er þetta fjölgun uppá tvö lið á austfjörðum frá sl. sumri. Þetta kemur til með að auka ferðakostnaðinn til muna en flug á Egilsstaði kostar okkur þetta hálfa milljón króna en við komum til með að fara þrisvar á Egilsstaði. Á aðra keppnisstaði förum við akandi en það eru tímafrekar keppnisferðir. Það er ljóst að talsvert meira af fjármagni sem við höfum mun fara í ferðakostanað.