Íslenska gámafélagið og Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hafa framlengt samstarfi sínu en þau Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN og Ólafur Thordersen aðstoðarforstjóri Íslenska gámfélagsins gengu frá nýjum samning á dögunum.
Ólafur Thordersen er Njarðvíkingum að góðu kunnur og hefur um áratugaskeið unnið mikið starf fyrir félagið á öllum helstu vígstöðvum. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur fagnar því ákaft að hafa jafn öflugt fyrirtæki um borð og Íslenska gámafélagið.
Íslenska gámafélagið byggir á sorphirðu og flokkun hjá fyrirtækjum og heimilum um allt land. Fyrirtækið býður upp á heildarlausn á sviði umhverfisþjónustu sem spannar alla þætti almennrar sorphirðu, flokkun hráefna í flokkunarstöðvum og útflutning þeirra til endurvinnslu. Nánar hér á heimasíðu Íslenska gámafélagsins.
Mynd/ JBÓ: Logi Gunnarsson og Haukur Helgi Briem Pálsson mættu og vottuðu nýja samstarfið með þeim Ólafi og Kristínu.