Íslenska gámafélagið áfram einn helsti bakhjarl NjarðvíkingaPrenta

Körfubolti

Íslenska gámafélagið og Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hafa framlengt samstarfi sínu en þau Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN og Ólafur Thordersen aðstoðarforstjóri Íslenska gámfélagsins gengu frá nýjum samning á dögunum.

Ólafur Thordersen er Njarðvíkingum að góðu kunnur og hefur um áratugaskeið unnið mikið starf fyrir félagið á öllum helstu vígstöðvum. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur fagnar því ákaft að hafa jafn öflugt fyrirtæki um borð og Íslenska gámafélagið.

Íslenska gámafélagið byggir á sorphirðu og flokkun hjá fyrirtækjum og heimilum um allt land. Fyrirtækið býður upp á heildarlausn á sviði umhverfisþjónustu sem spannar alla þætti almennrar sorphirðu, flokkun hráefna í flokkunarstöðvum og útflutning þeirra til endurvinnslu. Nánar hér á heimasíðu Íslenska gámafélagsins.

Mynd/ JBÓ: Logi Gunnarsson og Haukur Helgi Briem Pálsson mættu og vottuðu nýja samstarfið með þeim Ólafi og Kristínu.