Þetta gat aðeins endað á einn veg! Jóhann Issi Hallgrímsson sem festi rætur niður að Fitjum í Njarðvík hér um árið er komin í grænt og hér með verður ekki aftur snúið. Með einn allra besta fisk og franskar (hér eftir Fish and Chips) á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað hefur Issi fyllt á svanga sælkera til fjölda ára með brakandi ferskum Fish and Chips. Árið 2018 keypti Issi lóðina og þar með byrjaði grænt að þjóta um æðar kappans. Issi kemur til með að styrkja kkd. UMFN hressilega á komandi tímabili og um leið og við hvetjum Njarðvíkinga og aðra unnendur góðs Fish and Chips að taka ferð út á Fitjar og fylla magann af ferskum fiski, þá þökkum við Issa og co. kærlega fyrir stuðninginn.
Eflaust eru einhverjir gulir sem koma til með að fussa og sveia yfir þessum tíðindum, en þar sem þeir hafa beðið á þröskuldinum síðustu ár eftir að Njarðvík loki tímabilinu til að klófesta bakverði okkar, þá er þetta okkar svar. Issi er okkar hér eftir!
Mynd: Hafsteinn Sveinsson og Issi handsala samningnum góða