Vali á íþróttafólki Njarðvíkur fór fram í Stapa í Hljómahöll sunnudaginn 12. janúar með stórri og glæsilegri athöfn sem heppnaðist ljómandi vel. En Haldið var sameginlegt hóf samhliða Keflavíkur og vali á íþróttafólki Reykjanesbæjar líkt og í fyrra.
Ungmennafélagið Njarðvík verðlaunar alla þá sem hafa staðið sig framúrskarandi vel fyrir félagið og þykja fremst í sinni íþróttagrein. Hver deild valdi innbyrðis það íþróttafólk sem stóðu sig best í sinni grein á árinu og úr þeim var valið íþróttafólk Njarðvíkur 2024. Við erum afar stolt af því að eiga mikið af framúrskarandi íþróttafólki.
Aðalstjórn óskar þessu glæsilega fólki innilega til hamingju.
Þríþrautarkona: Hanna Rún Viðarsdóttir
Þríþrautamaður: Börkur Þórðarson
Knattspyrnumaður: Aron Snær Friðriksson
Körfuknattleikskona: Emilie Hesseldal
Körfuknattleiksmaður: Mario Matasovic
Kraftlyftingakona: Elsa Pálsdóttir
Kraftlyftingamaður: Hörður Birkisson
Lyftingakona: Katla Björk Ketilsdóttir
Sundkona: Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Sundmaður: Guðmundur Leo Rafnsson
Íþróttafólk Njarðvíkur 2024
Íþróttamaður: Guðmundur Leo Rafnsson
Íþróttakona: Emilie Sofie Hesseldal
Guðmundur Leó Rafnsson var einnig kjörinn íþróttakarl Reykjanesbæjar
Elsa Pálsdóttir var sérstaklega heiðruð fyrir heimsmeistaratitilinn á árinu.
Einni voru íslandsmeistarar heiðraðir og íþróttafólk Reykjanesbæjar í hverri grein heiðrað. Hér er frétt frá víkurfréttum: https://www.vf.is/ithrottir/ithrottafolk-reykjanesbaejar-2024-heidrad-vid-hatidlega-athofn-i-stapa