Íþróttafólk ReykjanesbæjarPrenta

Lyftingar

Íþróttafólk og sjálfboðaliðar voru heiðruð við hátíðlega athöfn í Hljómahöll þann 21.janúar. Athöfnin var haldin af Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar ásamt Ungmennafélags Njarðvíkur og Keflavíkur íþrótta- og unmennafélags.

Elsa Pálsdóttir og Hörður Birkisson voru valin Kraftlyftingarfólk UMFN og Reykjanesbær árið 2023

Katla Björk Ketilsdóttir var valin Lyftingarkona UMFN og Reykjanesbæjar árið 2023.

Íslandsmeistarar voru einnig heiðraðir og voru 13 keppendur frá Massa sem hlutu viðurkenningu fyrir afrek sín á árinu.

Kristleifur Andrésson fékk viðurkenningu fyrir sjálfboðaliða ársins og vel af þeim titli kominn.

Massi óskar öllum til hamingju með árangurinn.