Íþróttafólk ReykjanesbæjarPrenta

Lyftingar

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar heiðraði íþróttafólkið sitt við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í dag12.janúar.

Katla B. Ketilsdóttir var kjörin Lyftingakona UMFN og Lyftingakona Reykjanesbæjar 2024 , við óskum henni til hamingju með árangurinn.

Hörður Birkisson var kjörinn kraftlyftingarmaður UMFN og Reykjanesbæjar 2024 og svo Heimsmeistarinn okkar hún Elsa fékk heiðursverðlaun fyrir að vera heimsmeistari ásamt því að vera kjörin kraftlyftingakona UMFN og Reykjanesbæjar 2024.

Íslandsmeistarar 2024 voru heiðraðir og átti Massi flottan hóp.

Davíð Þór Penalver, Samúel Máni Guðmundsson, Andri Fannar Aronsson, Þóra Kristín Hjaltadóttir, Bjarni Birgir Fáfnisson, Daniel Patrick Riley, Borgar Unnbjörn Ólafsson, Guðrún Kristjana Reynisdóttir, Benedikt Björnsson, Sturla Ólafsson, Elsa Pálsdóttir, Hörður Birkisson, Þorvarður Ólafsson.

Undirrituð fékk viðurkenningu fyrir Sjálfboðaliði ársins og þakkir fyrir óeigingjarnt starf í íþróttahreyfingunni og er það mikill heiður og þakka ég fyrir það.

Við óskum öllu Íþróttafólki Reykjanesbæjar til hamingju með flott íþróttaár.

Kveðja Þóra Stína Formaður Massa.