Íþróttafólk Reykjanesbæjar heiðrað.Prenta

Lyftingar

Árlega heldur Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, Ungmennafélag Njarðvíkur og íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur hátíðlega athöfn þar sem að íþróttafólk Reykjanesbæjar verður heiðrað fyrir einstök afrek og framúrskarandi árangur á árinu.

Kraftlyftingakona UMFN 2025 Elsa Pálsdóttir

Kraftlyftingamaður UMFN 2025 Hörður Birkisson

Lyftingakona UMFN 2025 Dísa Edwards

Kraftlyftingakona Reykjanesbæjar Elsa Pálsdóttir

Kraftlyftingamaður Reykjanesbæjar Hörður Birkisson

Lyftingakona Reykjanesbæjar Dísa Edwards

Heimsmeistarar voru heiðraðir á hátíðinni og var 2025 enn eitt afreksárið hjá Elsu. Hún varð Evrópumeistari í kraftlyftingum með búnaði á EM í Pilsen, Tékklandi þar sem hún var stigahæst allra kvenna og setti heimsmet í réttstöðulyftu. Hún tryggði sér svo heimsmeistaratitil í fimmta sinn í röð í -76 kg M3-flokki og bætti enn frekar í afrekaskrá sína síðar á árinu með nýjum heims- og Íslandsmetum, þar á meðal í hnébeygju og samanlögðum árangri.

Árangur Elsu árið 2025 staðfestir stöðu hennar sem ein fremsta kraftlyftingakona heims í sínum aldursflokki.

Íslandsmeistarar 2025 voru einnig heiðraðir.

Ásta Margrét Heimisdóttir, UMFN – Massi

Benedikt Björnsson, UMFN – Massi

Davíð Þór Penalver, UMFN – Massi

Elsa Pálsdóttir, UMFN – Massi

Hörður Birkisson, UMFN – Massi

Máney Dögg Björgvinsdóttir, UMFN – Massi

Jens Elís Kristinsson, UMFN – Massi

Svanur Bergvins Guðmundsson, UMFN – Massi

Trausti Traustason, UMFN – Massi

Þóra Kristín Hjaltadóttir, UMFN – Massi

Sjálfboðaliði ársins 2025 var Sigfús Freyr Þorvaldsson

Lyftingadeild UMFN – Massi óskar keppendum til hamingju með frábæran árangur og spennandi komandi keppnisárs.