Í gær 27. desember var haldin hin árlega uppskeruhátíð UMFN . Þetta kvöld er tileinkað öllum sem stunda íþróttir hjá UMFN og verðlaunar alla þá sem standið hafa sig afar vel fyrir félagið og þykja fremst í sinni íþróttagrein. Hver deild valdi innbyrðis eina konu og einn karl sem stóðu sig best í sinni grein á árinu og úr þeim var valið íþróttafólk UMFN 2021. Eins og oft áður voru margir framúrskarandi en aðeins þau tvö sem hver grein valdi eiga möguleika á því að vera valið íþróttafólk 2021. Við erum afar heppin að eiga mikið af framúrskarandi íþróttafólki í nánast öllum greinum í íslensku íþróttalífi og félagið stækkar með hverju ári þökk sé ykkur hvort sem þið eruð stuðningsmenn, sjálfboðaliðar, iðkendur, foreldrar eða þjálfarar þið spilið öll mikilvægt hlutverk og gerið félagið okkar betra.
Hér eru verðlaunahafarnir úr hverri grein
Fyrir Körfuknattleiksdeild:
Mario Matasovic

Helena Rafnsdóttir

Fyrir Glímudeild:
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir

Gunnar Örn Guðmundsson

Fyrir Sunddeild:
Karen Mist Arnggeirsdóttir

Fannar Snævar Hauksson

Fyrir Knattspyrnudeild:
Kenneth Hogg

Fyrir Þríþrautardeild
Engar tilnefningar í ár.
Fyrir Kraftlyftingardeild MASSI:
Elsa Pálsdóttir

Sindri Freyr Arnarsson

Fyrir Ólympískar lyftingar MASSI:
Katla Björk Ketilsdóttir

Emil Ragnar Ægisson

Íþróttafólk UMFN árið 2021
Elsa Pálsdóttir

Fannar Snævar Hauksson


UMFN óskar öllu okkar íþróttafólki til hamingju með góðan árangur á árinu.
Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár.
