Leyfilegt er að blanda börnum saman í hópum í íþróttum. Slakað hefur verið mikið á grímuskyldu barna og ungmenna.

 

Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný um allt land á morgun (miðvikudaginn 18. nóvember), samkvæmt tilslökun mennta- og menningarmálaráðherra á samkomutakmörkunum.

Slakað verður sömuleiðis á grímuskyldu yngri barna og kennara þeirra.

Í nýrri reglugerð ráðherra um íþróttastarf barna segir:

 • Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti.
 • Nemendur leik- og grunnskóla er leyft að blandast á útisvæðum skóla og eru því engar takmarkanir á hópamyndun og áður.
 • Samt sem áður eru fjöldamörk í hverju rými þar sem farið er eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
 • Hvert rými eða hólf skal vera skýrt afmarkað.
  • 1.-4. bekkur: Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í hverju rými.
  • 5.-10. bekkur: Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í hverju rými.
  • Leikskólabörn: Ekki skulu fleiri en 50 leikskólabörn vera í hverju rými.
  • Grunnskólabörn:
 • Auk þess er ekki skylda á að börn á leik- og grunnskólaaldri beri grímur í íþróttastarfi. Þjálfari skal gera það geti hann ekki tryggt tveggja metra fjarlægðarmörk.

Sund og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum verður áfram lokað.

UMFÍ hefur borist margar fyrirspurnir um sundlaugar. Sundæfingar mega fara fram þótt sundlaugar séu áfram lokaðar almenningi. Sóttvarnalæknir hefur þó sagt að ekki sé í skoðun nú að opna sundlaugar strax.

Íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingar, eru áfram óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar fullorðinna fæddra 2004 og fyrr án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing.

Ráðherra getur veitt undanþágu frá banni við íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, svo sem vegna alþjóðlegra keppnisleikja hér á landi, enda sé gætt fyllstu sóttvarnaráðstafana að öðru leyti.